Vegna úthlutunar í Elliðaánum – Vinsamlegast lesið vel

Mig langar að ítreka það að þú, félagsmaður góður, lesir þennan póst vel og vandlega, alla leið niður. Takk.

Það hefur borið mikið á misskilningi varðandi úthlutun í Elliðaánum sem hér skal leiðréttur. Eflaust er ekki úr vegi að ráðast í upprifjun á því ferli sem úthlutun veiðileyfi fylgir á hverju ári en það vill gleymast og biðjumst við afsökunar á því.

Dregið er úr innsendum umsóknum með tölvu og raðað niður á vinsælasta tímann þannig. Að því loknu er ljóst að fjöldi félagsmanna fær ekki það sem hann óskar eftir enda er þetta einfaldlega lottó/happdrætti þar sem einhverjir vinna en aðrir tapa.

Það er hins vegar líka ljóst að það er töluvert um laus leyfi sem enginn sótti um og þá er þeim sem ekki fengu úthlutað raðað niður á lausa daga. Ef viðkomandi hefur ekki áhuga á að fá þá daga þá óskum við þess að viðkomandi sendi okkur línu á [email protected] og óski eftir niðurfellingu á því.

Við verðum að fá þetta skriflegt, hvort sem er á Facebook síðunni okkar eða í tölvupósti. Einnig er hægt að koma til okkar og óska eftir að við fellum þetta niður á staðnum. Eins og segir í auglýsingunni – ekki gera ekki neitt – því ef þú ekki bregst við áður en eindagi kemur þá fer krafan að safna vöxtum og kostnaði.

Ef þú, félagsmaður góður, óskar eftir því að skipta greiðslum þá skal þeim beiðnum beint til Alskila, annað hvort með tölvupósti til [email protected] eða í síma 515-7900.

Þessa dagana eru greiðsluseðlar að detta inn um lúgur og kröfur í banka. Ef þú ert ekki búin/n að fá neitt sent um miðja næstu viku þá er líklegt að þú hafir ekki fengið úthlutað. En eigi skal örvænta því í sameiningu getum við fundið þér eitthvað við hæfi og munum aðstoða við það eftir fremsta megni. Þangað til, njótum helgarinnar sem er handan við hornið. Góðar stundir.

By admin Fréttir