Vefsalan opin

Þá er loksins komið að því að vefsalan er opin. Við biðjum ykkur að sýna okkur þolinmæði svona fyrstu dagana því það er viðbúið að mögulega séu einhverjar villur að finna en við munum að sjálfsögðu fara yfir þetta allt saman og laga eins fljótt og hægt er.

Séu einhverjar athugasemdir óskum við eftir því að fá slíkar ábendingar með tölvupósti til [email protected]

Þess má geta að mikið er um flott veiðileyfi í vefsölunni að þessu sinni og hvetjum við alla til að skoða sig um og sjá hvort ekki leynist eitthvað við hæfi. Við viljum líka vekja athygli á því að við erum að smíða öðruvísi leitarvél sem er líkari því útliti sem áður var á vefsölunni. Við munum láta vita hvernig það gengur.

Smellið hér til að fara beint á vefsölu SVFR

 

By admin Fréttir