Vefsalan opin

Nú er vefsala félagsins komin í loftið og því um að gera að fara að skoða lausa daga á ársvæðum SVFR í sumar.

Inn á vefsölunni má sjá alla lausa daga á ársvæðum SVFR, en þar er hægt að skoða hvað er laust á ákveðnu ársvæði eða ákveðnum dagsetningum með því að nota leitarskilyrðin vinstra megin á síðunni, hægt er að komast beint í vefsöluna HÉR

Inn í ársvæði-tafla má síðan fletta í gegnum dagsetningar og sjá hvaða er laust fyrir einhvern ákveðinn dag, töfluna má sjá HÉR

Það styttist svo hressilega í apríl og næsta víst að þeir stóru eiga eftir að bíða átekta eftir veiðimönnum í Varmánni.

By admin Fréttir