Varmá vorveiðin

Undanfarna daga hefur verið alveg brjálað að gera og við lítið náð að miðla upplýsingum. Við gerum okkar besta og vonandi fer þetta að lagast allt saman.

Veiði í Varmá hófst þann 1. apríl og veiddust 8 fiskar við erfiðar aðstæður, áin vatnslítil og veður bjart. Þann 2. apríl fengust aftur 8 fiskar. Þann 3. apríl var áin óveiðandi vegna flóða.  Við heyrðum svo í einum í morgun sem byrjaði seint og fékk 48 cm geldfisk í fyrsta kasti við golfvöllinn. Í dag lítur áin vel út og aðstæður fínar svo við vonumst til að veiðin gangi betur í dag.

Skilaboð til veiðimanna í Varmá

Nýtt veiðihús var tekið í notkun fyrir tímabilið (sjá mynd hér að ofan) og er það staðsett við endann á Sunnumörk, fyrir ofan þjóðveg. Þegar uppselt er í ána skulu veiðimenn mæta þangað til að draga um svæði kl. 7:45 hjá veiðiverðinum, en veiði er frá 8:00 – 20:00 til að byrja með. Sá heitir Björn og hægt er að ná í hann í síma 852 0118 ef menn óska þess að hann dragi fyrir þá.

Þegar aðeins 2-3 stangir eru seldar í ána skulu menn koma sér saman um svæðaskiptingu.

By admin Fréttir