Varmá er ein af þessum ám sem býður upp á frábæra veiðimöguleika í nágrenni við höfuðborgina. Veiðimenn sem hafa verið við veiðar þar síðustu daga hafa séð nýgengna rígvæna sjóbirtinga, bæði upp við Reykjafoss og neðar í ánni eins og við Stöðvarbreiðu. Svo virðist sem birtingurinn sé snemma á ferð og eflaust má þakka því hversu gott vatn er í ánni.
Amerískur veiðimaður kíkti við hjá okkur og keypti dag í Varmá. Hann náði þó aðeins að veiða í hálfan dag. Hann fékk nokkra smá urriða. Einnig setti hann í tvo rígvæna birtinga en lenti í því að báðir slitu sig lausa, enda var veiðimaðurinn aðeins með 7 punda (4x) girni. Annar fiskurinn sleit sig lausan eftir 15 mínútna baráttu. Hann hreinlega trúði því ekki að hann þyrfti að vera með sterkara girni en hann er reynslunni ríkari og mætir eflaust næst með sterkara girni enda viss um að fiskarnir sem hann missti um 10 pund í það minnsta.
Veiðimenn hafa einnig orðið varir við laxa fyrir neðan foss. Þrátt fyrir að fiskur sé genginn uppúr virðist helsta veiðisvæðið vera fyrir neðan veg en sjóbirtingurinn er klárlega byrjaður að synda upp ána!
Það er mikið til af lausum leyfum í Varmá næstu daga og því tilvalið fyrir veiðimenn að skoða úrvalið þar á vefsölunni okkar. Góða skemmtun!