Veiðimaður sem var við veiðar í Varmá í gær lýsir aðstæðum þannig að það væri frekar lítið vatn í ánni, talsvert slý en samt vel veiðanlegt. Það voru erfið skilyrði í gær í sólinni en um leið og dróg fyrir sólu fóru hlutirnir að gerast. Hann setti í níu fiska og náði að landa 5 af þeim sem allir voru 63-75 sm. Stærstu fiskarnir slitu tauminn eða losuðu sig við púpurnar en veiðimaðurinn notaðist við smáar púpur og veiddi andstreymis.
Í Varmá má finna mikið af rígvænum sjóbirtingum og einn besti tíminn í ánni framundan. Hvetjum veiðimenn til kynna sér þennan öfluga veiðimöguleika á góðu verði.
Hér fyrir neðan má sjá myndir tveimur fiskum sem var landað í gær!