Ingólfur Örn Björgvinsson ákvað að kíkja í Varmá eftir fregnir af því að sjóbirtingur væri farinn að ganga og veiddi á laugardaginn.
Eftir að hafa verið búinn að landa tveimur hrygnum, 60 og 61cm setti hann í rígvænan fisk sem sleit hjá honum. Það kom þó ekki að sök hjá honum þar sem skömmu seinna tók annar svipaður lítið héraeyra með kúluhaus og eftir hálftíma baráttu með flugustöng #5 í keng landaði hann 81 cm hæng! Varmá klikkar ekki sagði hann að lokum og staðfesti að birtingurinn er mættur!