Varðandi framkvæmdir á Rafstöðvarvegi

Framundan eru framkvæmdir sem hafa áhrif á þá sem ætla að gera sér leið á skrifstofu SVFR.

Portið sem menn eru vanir að leggja í verður lokað á morgun og verða menn að leggja hinum megin við Rafstöðvarveg. Það er verið að taka upp fráveiturör sem liggur undir veginum og er það mikil aðgerð. Talið er að verkið mun taka 2 vikur.

Nú þegar er búið að gera miklar breytingar á veginum og viljum við benda fólki á að gæta varúðar þar sem það er mikil umferð vinnuvéla. Einnig hefur þetta áhrif á umferð gangandi og hjólandi vegfaranda.

Á myndinni hér fyrir ofan sýnir þann inngang sem verður notaður, hann er vinstra megin við innkeyrsluna í portið.

 

By admin Fréttir