Úthlutun 2024 er hafin!

Úthlutun 2024 er hafin!
Við höfum opnum fyrir umsóknir vegna úthlutunar veiðileyfa 2024 og því tilvalið að skoða fjölbreytt úrval veiðileyfa og sækja um. Þá birtist einnig ný söluskrá SVFR.

Til að sækja um og/eða skoða söluskrána ferðu á forsíðu svfr.is en þar verður borði með hnappi sem kemur þér á umsóknarformið og er gott að hafa annan flipa opinn með söluskránni. Athugið að söluskráin sýnir verð en úthlutunarvefurinn sýnir hvaða dagar eru í boði.

Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. og verður enginn frekari frestur gefinn. Því er vissara að vera ekki að standa í að sækja um rétt fyrir umsóknarfrestinn. Ef það koma upp vandamál við skráningu umsóknar sendu okkur tölvupóst þess efnis á [email protected] og við munum aðstoða þig við að klára umsóknina.

Eingöngu félagar í SVFR sem hafa greitt félagsgjöldin fyrir 2024 eiga rétt á að senda inn umsókn(ir).

Mikilvægar upplýsingar
Nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkju til að taka þátt í úthlutuninni. (Þegar búið er að skrá sig inn er mögulegt að síðan sýni ekki að þið séuð innskráð þannig að best er fara bara beint á úthlutunarvefinn þaðan).  Smellið hér til að skrá ykkur inn
Ekki þarf A, B eða C leyfi fyrir umsóknir í Brúará og Elliðaárnar bæði lax og silung.
Greiða þarf þrifagjald í Flekkudalsá, Gljúfurá, Haukadalsá, Laugardalsá, Miðá og Sandá. Nánari upplýsingar um verð og fyrirkomulag má nálgast á svfr.is.
Reikningar verða gefnir út í byrjun janúar og er eindagi reikninga 15 dögum eftir útgáfu. Sé óskað eftir greiðsluskiptingu þarf það að koma fram í athugasemd á umsókninni.
Staðfestingapóstur á að berast fyrir öllum skráðum umsóknum! Pósturinn á einnig að berast á alla veiðifélaga í hópumsókn svo fremi sem tölvupóstföngin séu skráð í umsóknina.
Við vekjum athygli á því að hver og einn félagsmaður getur aðeins sótt um eina vakt í Elliðaánum (lax) vegna umsóknarþunga þar.

Ruslpóstur/SPAM – athugið að það kemur fyrir að staðfestingar á umsóknum fari í ruslpósts möppuna.

Dagar til vara
Athugið vel að þegar sótt er um daga til vara, þá skal það aðeins gert ef dagar til vara eru jafn góðir þeim dögum sem sótt er um fyrir umsækjanda. Við úthlutun er reynt að raða umsóknum niður og til að lágmarka útdrætti og auka möguleika umsækjanda er góður kostur að merkja við daga til vara.

Hópumsókn
Það er nægjanlegt að senda inn eina hópumsókn en þá þarf að skrá einn félagsmann á stöng. Allir umsækjendur þurfa að vera félagar í SVFR og búnir að greiða félagsgjaldið fyrir 2024. Öflugustu umsóknirnar ganga fyrir varðandi úthlutun. Vægi umsókna margfaldast ekki þó umsækjendur í hópumsókn séu fleiri en stangafjöldi, þ.e.a.s. umsókn með sex A-umsækjendum um þrjár stangir er ekki sterkari en umsókn með þrem A-umsækjendum.

Söluskrá 2024
Við kynnum með stolti nýja söluskrá SVFR fyrir 2024. Rétt er að benda á að í söluskrá má finna verð fyrir tímabilin, t.d. 10.6 – 20.6 gefur til kynna að öll hollin á því tímabili séu á uppgefnu verði. Á úthlutunarvef má finna þau holl eða dagsetningar sem eru lausar til umsókna.


Söluskrá SVFR 2024

 

Með veiðikveðju,

Skrifstofa SVFR

By SVFR ritstjórn Fréttir