Í kvöld fór fram útdráttur um daga í Elliðaánum fyrir sumarið 2018. Fór útdrátturinn fram í salarkynnum SVFR og mættu spenntir veiðimenn þar til að horfa á og fylgjast með því að allt færi rétt fram.
Við þennan útdrátt í kvöld var einungis dregið um þá daga sem var umframeftirspurn hjá þeim félagsmönnum sem sóttu um á A-leyfum. Nú um helgina tekur svo árnefnd Elliðaánna við keflinu og reyna eftir fremsta megni að koma þeim félagsmönnum sem sóttu um á A-leyfum fyrir, á annaðhvort varadagsetningum eða öðrum dagsetningum sem henta. Eftir það taka við B-leyfin og svo koll af kolli.
Hér í viðhengi er úthlutunin eins og hún kom fram í kvöld, en umframeftirspurnin var um vikur 1-4 fyrir hádegi, en það vildi svo skemmtilega til að viku 5 fyrir hádegi, voru 36 umsóknir, sem var akkúrat það sem stóð til boða í þeirri viku. Þeir félagasmenn sem sóttu um á A-leyfum eftir hádegi fá þá viku sem þeir sóttust eftir og þeir sem sóttu um aðrar dagsetningar ættu að hafa fengið það sem þeir sóttust eftir.
Hægt er að skoða skjalið hér að neðan, en þar koma kennitölur félagsmanna fram og geta menn leitað í því skjali eftir þeim dögum sem þeir sóttust eftir, síðan eftir helgi ættu allar umsóknir að vera komnar inn.
Smelltu hér til að sjá úthlutunarskjal Elliðaánna 2018.