Urriðasvæðin – dagsetningar komnar inn í umsóknirnar

Nú er búið að uppfæra dagsetningar sem eru í boði í úthlutun til félagsmanna fyrir urriðasvæðin í Laxá.

Svæðin sem um ræðir eru:

  • Laxá í Mývatnssveit
  • Laxá í Laxárdal
  • Staðartorfa
  • Múlatorfa.

 

Endilega kíkið á lausa daga á umsóknarvefnum okkar.

Við viljum einnig minna enn og aftur á að umsóknarfrestur rennur út á sunnudagskvöld kl. 24.00.

 

Með veiðikveðju,

Skrifstofa SVFR

By admin Fréttir