Uppfærð veiðistaðalýsing í Langá

Nú styttist í laxveiðitímabilið og menn farnir að setja sig í stellingar.

Einn af þeim sem eru komnir í gírinn er Karl Lúðvíksson eða Kalli Lú.

Langá á stóran sess í hjarta Kalla og hefur hann eytt ófáum stundum þar við veiðar, leiðsögn og staðarhald.

Nú hefur kappinn uppfært ítarlega veiðistaðalýsingu sína af ánni, þetta er kærkomin viðbót í upplýsingaflóruna um ána og kunnum við honum bestu þakkir fyrir frábæra lýsingu.

Uppfærða veiðistaðalýsingin er nú aðgengileg á vefnum: langa-veidistadalysing-uppfaerd.docx (live.com)

Þess má svo geta að Kalli er með 2 gestgjafaholl í Langá í sumar,svokölluð “hosted” holl. Þar gefst veiðimönnum og konum tækifæri til að veiða í ánni undir handleiðslu þaulvans veiðimanns og leiðsögumanns, hollin sem um ræðir eru 7-9 ágúst og 26-28 ágúst ( svo til uppselt)

By Hjörleifur Steinarsson Fréttir