Umsóknarferli í fullum gangi

Nú er síðasta vika í félagsúthlutun í gangi, en frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti næstkomandi sunnudag 13. janúar. Eins og undanfarin ár, þá er mestur umsóknarþunginn í Elliðaárnar, en einnig er töluverður umsóknarþungi í Haukadalsá, Straumfjarðará, Gljúfurá, Laugardalsá, Gufudalsá og Flókadalsá. Við mælum með að félagsmenn verði frekar fyrr á ferðina að sækja um, ef ske kynni að einhver tæknileg vandamál koma upp.

Hægt er að komast beint inn á umsóknvefinn HÉR og hægt er að skoða söluskrá félagins sem kom út fyrir jól HÉR.

Eins og fyrri ár, þá verður tölvuútdráttur um veiðileyfin í Elliðaánum, og er stefnt að því að hafa hann fimmtudaginn 17. janúar í salarkynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14, það verður frekar auglýst síðar.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum með að sækja um, þá endilega hafið samband við okkur í tölvupósti [email protected] eða hringið í okkur 568-6050, facebook, eða hreinlega kíkið bara við hjá okkur á skrifstofuna og við græjum fyrir ykkur umsókn á meðan þið bíðið.

By SVFR ritstjórn Fréttir