Um Andakílsá

Enn er verið að funda og fara yfir stöðu mála og við væntum þess að á næstu dögum muni málin skýrast fyrir alvöru. Við hér á skrifstofunni bíðum einhverra frétta til að bera áfram til ykkar kæru félagsmenn en enn sem komið er, er ekkert nýtt að frétta.

Ljóst er að þarna verða mannleg mistök sem mun að öllum líkindum bitna á lífríki árinnar. Við vonum hins vegar það besta og höldum áfram að vera bjartsýn.

Nú styttist í opnun laxveiðitímabilsins og í næst viku opna urriðasvæðin okkar fyrir norðan, Mývatnssveitin á mánudag og Laxárdalur á fimmtudag. Við vorum að fá 2 stangir til endursölu í opnunina í Mývatnssveit. Um er að ræða 3,5 daga veiði á einu besta urriðasvæði í heimi. Þeir sem hafa áhuga á að skella sér norður á mánudag er bent á að hafa samband við Stjána Ben með því að senda tölvupóst á [email protected]

By admin Fréttir