Við höfum fengið nokkur holl til umboðssölu í Tungufljóti í Skaftártungu en áin er ein albesta sjóbirtingsá landsins og þar veiðast árlega nokkrir sjóbirtingsdrekar. Við höfum tryggt okkur nokkur holl á besta tíma í ánni sem við bjóðum nú til sölu til félagsmanna okkar. Við höfum lengi haft augastað á því að fjölga kostum í sjóbirtingsveiðinni og vonum við að þetta falli í kramið hjá félagsmönnum okkar.
Hollin sem um ræðir eru á besta tíma fyrir sjóbirtingsveiðina í ánni. Þau eru:
1.-3. október – 2 daga holl. Allar 4 stangirnar seldar saman.
3. – 5. október – 2 daga holl. Allar 4 stangirnar seldar saman.
8. – 10. október – 2 daga holl. Allar 4 stangirnar seldar saman.
10. – 13. október – 3 daga holl. Allar 4 stangirnar seldar saman.
Verð á dagsstöng er kr. 40.000,- og er það verðið til félagsmanna. Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.