Tilkynning frá Kvennadeild – Kastnámskeið

Þættinum hefur borist bréf frá Kvennadeild SVFR:

KASTNÁMSKEIÐ Í TVÍHENDU !
Í vetur hafa komið fyrirspurnir til okkar hvort ekki sé hægt að halda kastnámskeið í tvíhendu. Mörgum finnst léttara að kasta tvíhendunni og nú er kjörið tækifæri á að læra listina. Hjörleifur Steinarsson sem kom í vetur og kynnti tvíhenduna fyrir okkur ætlar að kenna. Námskeiðið verður tvö kvöld og kennt verður í tvo tíma í senn og fara námskeiðin fram á Rauðavatni mánudaginn 22. maí og þriðjudaginn 2.3 maí kl. 20 bæði kvöldin. Námskeiðið kostar 10.000 krónur. Skráning er hafin og þið getið sent okkur skilaboð í gegnum Facebook síðu kvennadeildarinnar eða haft samband í síma 822-6800 Kristín Ósk. Námskeiðið er ætlað fyrir konur.

Svo mörg voru þau orð. Við viljum minna á að SVFR getur haft milligöngu um kastnámskeið sé þess óskað. Hafir þú eða hópur tengdur þér áhuga á að komast á kastnámskeið bendum við þér á að senda póst á [email protected]

By admin Fréttir