Þverá í Haukadal – ertu gönguveiðimaður í leit að ævintýri!

 

Næsta helgi er laus!

Þverá í Haukadal er lítil einnar stangar á sem rennur í Haukadalsá. Til þess að komast á veiðistaði þarftu að ganga í a.m.k. klukkustund og þú ert einn í heiminum út í náttúrunni að egna fyrir vænum löxum í lítilli á.

Helstu meðmæli með þessari á er að nánast allir veiðimennirnir sem hafa pantað í hana í sumar hafa veitt þar áður og flestir koma ár eftir ár. Í Þverá er skylt að sleppa öllum laxi.

Það er ekkert hús við ána og því tilvalið að mæta kvöldið áður og ganga upp á veiðisvæðið með lítið göngutjald til að fórna sem minnstum veiðitíma í göngur og þá hægt að ganga niður með ánni í rólegheitunum. Það er magnað að enn sé hægt að komast í svona ár á Íslandi þar sem maður er einn út í náttúrunni að veiða lax! Frábær kostur fyrir göngugarpa með áhuga á laxveiði!

 

Það er eitthvað af óseldum leyfum í ána í sumar og en einu dagarnir sem eru lausir í júlí eru 13. til 14. júlí. Sjá nánar á vefsölu okkar. 

By admin Fréttir