Þorsteinn Ólafs, sem situr í fulltrúaráði SVFR og hafði boðað að hann sæktist eftir endurkjöri á komandi aðalfundi, hefur dregið framboð sitt til baka. Ákvörðun sína tilkynnti hann á sameiginlegum fundi fulltrúaráðs og stjórnar í gærkvöld og óskaði eftir því að eftirfarandi yfirlýsing yrði birt á vef félagsins.
Yfirlýsing Þorsteins Ólafs til stjórnar SVFR
Kjörtíma mínum í fulltrúaráði SVFR lýkur á aðalfundi félagsins þann 25. febrúar nk. Ég er í framboði til fulltrúaráðs og hafði því hugsað mér að fá umboð mitt til setu í fulltrúaráðinu endurnýjað á aðalfundinum til næstu tveggja ára.
Eiginkona mín, Lára Kristjánsdóttir, er á sama tíma í framboði til stjórnar SVFR.
Hlutverk fulltrúaráðs er fyrst og fremst að vera stjórn félagsins til fulltingis og ráðuneytis í málefnum félagsins.
Í því ljósi að eiginkona mín sækist eftir kjöri í stjórn SVFR tel ég rétt að afturkalla framboð mitt til áframhaldandi setu í fulltrúaráðinu.
Það geri ég til að valda ekki mögulegum hagsmunaárekstrum í störfum stjórnar og fulltrúaráðs.
Yfirlýsing þessi óskast birt á heimasíðu SVFR.
Reykjavík, 18. febrúar 2021
Þorsteinn Ólafs