Það sem er framundan

Það er alveg að koma Verslunarmannahelgi og því gott að renna yfir það sem er framundan á döfinni. Byrjum á opnunartíma skrifstofu en opið er á morgum föstudag frá kl. 12:00 – 16:00 en lokað er á laugardag, sunnudag og mánudag. Skrifstofan opnar aftur kl. 8.00 á þriðjudaginn 8. ágúst.

Það eru lausar stangir í Langá frá 7. – 10. ágúst ef einhvern langar að skella sér í laxveiði “last minute”. Áhugasamir hafi samband við Stjána Ben í netfangið [email protected]

Hægt er að sjá laus leyfi í ágúst í vefsölunni hér: https://www.svfr.is/vefverslun/?&s=%C3%81g%C3%BAst

Við höfum fengið til endursölu eina stöng í Langá í 2 daga frá 25. – 27. ágúst.

Minnum einnig á lausar stangir 28. – 30. ágúst í Langá.

Við höfum einnig fengið til endursölu 2 holl í Grjóta – Tálma 12. – 14. & 14. – 16. ágúst.  

Við óskum ykkur gæfu og gleði um Verslunarmannahelgina og minnum alla á að fara varlega.

By admin Fréttir