SVFR auglýsir eftir árnefndum

Stangaveiðifélag Reykjavíkur auglýsir eftir árnefndum á tvö ný svæði sem komin eru til félagsins.

Svæðin sem um ræðir eru Laugardalsá og Straumfjarðará.

Árnefndir félagsins eru helsta bakbein í félagsstarfi SVFR og er gífurlega mikilvægur þáttur fyrir þau ársvæði sem félagið hefur innan sinna snæra. Árnefndir hafa umsjón með sínum ársvæðum, sjá um merkingar á veiðistöðum á viðkomandi ársvæði, sjá til þess að veiðihús sé tilbúið fyrir komandi veiðitímabil og sinna léttu viðhaldi í samstarfi við veiðifélag ársvæðisins. Árnefndir er einnig tengiliður stjórnar SVFR við ársvæðið og er í samskiptum við veiðifélag og stjórn SVFR.

Að þessu sinni auglýsum við eftir árnefndum í Laugardalsá sem er 3 stangir og Straumfjarðará sem er 4 stangir.

Við köllum eftir umsóknum frá félagsmönnum okkar til árnefndarstarfa, en þetta er frábært tækifæri fyrir alla félagsmenn til þess að taka virkan þátt í félagsstarfinu.

Umsóknir sendast á [email protected] en þar skal tiltekið hvaða ársvæði er sótt um og hvaða kosti umsækjandi telur sig geta komið með að borðinu, fljótlega í september kemur síðan í ljós hvaða aðilar komast að að þessu sinni.

By admin Fréttir