Svakaleg meðalstærð í Laxárdal!

Opnunarhollið í Laxárdal lauk veiði núna í hádeginu, Bjössi staðarhaldari sendi okkur póst og fór yfir tölfræðina sem er hreint út sagt mögnuð.

“Hér í Laxárdal er búið að vera bjart og gott veður undanfarna daga. Fiskur er vel haldinn og var byrjunarhollið með 68 fiska í bók þar af 43 yfir 60 cm. Stærsti fiskurinn sem kom á land var 70 cm og sá minnsti 52 cm. Öllu sleppt og allir mjög sáttir!”

Laxárdalurinn er svo sannarlega stórfiskasvæði og það er ekki að undra því þeir sem fara þangað verða oftast helteknir af svæðinu.

Ert þú búin/n að bóka í Laxárdal í sumar? Ef ekki má sjá laus leyfi hér!

By SVFR ritstjórn Fréttir