Straumfjarðará að vakna

Alls hafa verið veiddir 35 laxar í Straumfjarðará. Núna í morgunn heyrðum við í veiðimönnum við ánna og urðu menn varir við að sá silfraði væri að streyma inn og er lax kominn á öll svæði árinnar. Alls veiddust 8 laxar á síðustu tveimur vöktum og voru það allt grálúsugir fiskar. Veiðimaðurinn Malcolm Arrowsmith var þar á veiðum og náði hann þessari fallegu hrygnu í morgunn.

Eigum lausar stangir á besta tíma, daganna 25. – 27. júlí (sjá vefsölu okkar, https://www.svfr.is/arsvaedi-taflan/ )

By SVFR ritstjórn Fréttir