Eins og fram hefur komið í fréttum víða í morgun féll gífurlega mikil skriða í Hítará á Mýrum nú í morgunsárið. Skriðan féll úr Fagraskógarfjalli nokkuð fyrir ofan Kattarfoss. Á þessari stundu er ómögulegt að segja til um hvaða áhrif þessi skriða hefur á veiðina í Hítará, eins og staðan er akkúrat núna þá kemur það í ljós á allra næstu dögum hvernig áin mun haga sér við þennan nýja tálma sem féll í hana.
SVFR er á þessari stundu ekki kunnugt um hvaða áhrif þessi skriða mun hafa á ánna, en SVFR í samráði við landeigendur og Hafrannsóknarstofnun er að vinn að viðbragðsáætlun. Við munum færa ykkur frekari fréttir um leið og þær berast.