Spennandi haustveiði í höfuðborginni! Korpa og Elliðaár!

Eftir veðrabreytingar síðustu daga breytist leikurinn í laxveiðinni og fiskur fer á meiri hreyfingu og er líklegri til að taka flugur veiðimanna.

Það er því rétt að vekja athygli veiðimanna á því að talsvert er af lausum veiðileyfum næstu daga í Korpu og Elliðaár en veiðin hefur verið góð í báðum þessum ám í sumar. Ekki skemmir fyrir að sjóbirtingur fer að sýna sig í meira mæli enda sjóbirtingstíminn að detta í gang vítt og breitt um landið.

Hægt er fá dagleyfi í Korpu allt niður í 13.900 krónur daginn og verður það að teljast með ódýrari laxveiðileyfum á markaðnum.  Vaktin í Elliðaánum (hálfur dagur) kostar alveg niður í 13.900.-

Endilega kíkið á vefsöluna okkar og grípið veiðileyfi þessa síðustu daga laxveiðitímabilsins. https://www.svfr.is/arsvaedi-taflan/

Með veiðikveðju,

SVFR

By admin Fréttir