Smá “tíser” – Teljaratölur úr Langá

Nú eru 8 dagar í opnun Langár og aðdáendur hennar eflaust farnir að titra af spenningi. Við erum allavega orðin mjög spennt og fórum á stúfana að forvitnast um hvað teljararnir í ánni segja. Tveir teljarar eru í ánni, annar mjög neðarlega við Skuggafoss en hinn mjög ofarlega, við Sveðjufoss.

Teljarinn við Skuggafoss var settur niður nýverið og strax á fyrstu klukkutímunum gengu laxar í gegn. Í dag, þegar enn eru 8 dagar í opnun, hafa 90 laxar gengið í gegn, þar af 60 tveggja ára fiskar, 2 þeirra yfir 90 cm. Athygli vekur að einn lax hefur nú þegar gengið upp teljarann við Sveðjufoss.

Útlitið er mjög gott fyrir sumarið og við erum mjög bjartsýn á að þetta verði gott sumar í Langá sem og annars staðar. Við eigum laus veiðileyfi sem voru að detta inn á borð til okkar. Vinsamlegast hafið samband við Stjána Ben – [email protected] til að spyrjast fyrir um eða bóka þessa daga.

17. – 20. júlí – 2 stangir

26. – 29. júlí – 5 stangir

29. júlí – 1. ágúst – 8 stangir

1. – 4. ágúst – 6 stangir

7. – 10. ágúst – 6 stangir

19. – 21. ágúst – 4 stangir

21. – 23. ágúst – 5 stangir

Svo er eitthvað fleira til sem hægt er að skoða hér: https://www.svfr.is/voruflokkur/lang/

By admin Fréttir