Smá stöðuuppfærsla

Undanfarna daga höfum við verið að reyna að koma vefsíðunni okkar í samt lag. Einhver minntist á að þetta ætti ekki að taka meira en 3-4 tíma en það er þá þannig ef maður er bara að gera það. Við höfum beðið um þolinmæði og fengið hana. Eins og við höfum áður sagt, það var mjög mikilvægt að koma vefsölunni í loftið.

Nú höfum við sett upplýsingasíður um veiðisvæðin í loftið. Hana má sjá með því að smella á linkinn hérna: SKOÐA VEIÐISVÆÐI

Það gæti verið að það hafi læðst inn villur þarna og ef svo er biðjum við ykkur að afsaka það og við þiggjum ábendingar með tölvupósti á [email protected]

Við settum í loftið fítus í vefsölunni sem leyfir að skoða eftir dagsetningum. Við erum enn að útfæra hvernig best er að gera það og við vonum að þetta verði orðið sæmilegt sem allra fyrst. Þökkum þolinmæðina.

Veiðileyfi

Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um veiðileyfin og hvort við sendum þau út. Við höfum ákveðið að senda ekki útprentuð veiðileyfi heldur gildir greiðsluseðillinn sem við sendum sem veiðileyfið. Við fylgjumst vel með hvort veiðileyfi eru greidd og allir veiðiverðir fá upplýsingar um hverjir eru búnir að greiða og hverjir ekki.

Um leið og ég næ að komast í gegnum alla tölvupóstana sem á mig herja mun ég vonandi hafa tíma til að senda út nýtt efni og nýjar upplýsingar. Ég kíkti um helgina og skoðaði breytingarnar á veiðihúsinu við Bíldsfell og þær eru hreint stórkostlegar. Þarna mun ekki væsa um nokkurn mann.

Bestu kveðjur,
Stjáni Ben

By admin Fréttir