Skráningu á barna- og unglingadaga lýkur sunnudaginn 8. maí!

Enn eru nokkur laus pláss á barna- og unglingadaga sem fram fara í Elliðaánum 10. júlí og 14. ágúst nk, fyrir og eftir hádegi. Veiðin er fyrir félagsmenn 18 ára og yngri, sem geta veitt sjálfir, og barnið/unglingurinn þarf að vera skráður félagsmaður og hafa greitt félagsgjaldið. Félagsgjaldið er 5.400 kr. og hægt er að óska eftir félagsaðild hér. Athugið að foreldrar/forráðamenn þurfa að sækja um fyrir hönd barna sinna. Skráning fer fram á svfr.is/vidburdir og lýkur á miðnætti nk. sunnudag  – 8. maí.
By SVFR ritstjórn Fréttir