Varmá er þekkt sem ein af betri sjóbirtingsám á SV-landi en fáir vita hversu snemmgenginn fiskurinn getur verið þar.
Sigurður Þór Einarsson var við veiðar í Varmá 13. júní og fékk 75cm nýgenginn sjóbirting í Stöðvarbreiðu. Fiskurinn lét finna fyrir sér og Sigurður sagðist hafa verið með hjartað í buxunum því hann var með púpu #14 og 8 punda taum! Hann átti varla orð þegar fiskurinn var kominn í háfinn, þvílíkur bolti!
Það er ekki langt í næsta stórstreymi og er alveg á hreinu að fiskurinn mun koma upp í meira magni, veiðileyfi í Varmá má sjá hér.