Síðustu lausu leyfin.

Ótrúlegt en satt þá er haustið komið og árnar farnar að loka hver eftir annari, ennþá eru laus veiðileyfi á ársvæðum SVFR og hér er listi yfir þau.

Gljúfurá í Borgarfirði – Þrjár stangir í sjálfsmennsku, áin er þekkt fyrir frábæra haustveiði og það er mikið af fiski á svæðinu.
24-26 september // 368.400kr fyrir allt hollið.

Langá – Veitt er hálfan-heilan-hálfan, húsgjald greitt við brottför. September er uppáhaldstími margra og er fátt skemmtilegra en að eyða fallegum septemberdegi upp á fjalli.
19-21 september eru ein stöng laus. 142.000kr (stangardagurinn á 71.000kr)
21-23 september eru tvær stangir lausar. 142.000kr (stangardagurinn á 71.000kr)

Miðá í Dölum – Þrjár stangir seldar saman í sjálfsmennsku, September var frábær í fyrra í Miðá og er mikið af fiski á svæðinu.
23-25 september // 387.600kr
25-27 september // 387.600kr
27-29 september // 387.600kr

Sandá í Þistilfirði – Eitt holl eftir, stórlaxatíminn er núna! Þrjár stangir seldar saman í sjálfsmennsku.
19-22 september // 954.000kr

Brúará í landi Sels – Talsvert er laust en svæðið lokar 24. september, núna er besti tíminn til að reyna við laxinn en það eru fá svæði með laxavon á þessu verði.

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir