Síðasta opna hús vetrarins á föstudag

Föstudaginn n.k. þann 5. maí verður síðasta opna hús vetrarins haldið í Rafveituheimilinu að Rafstöðvarvegi 20. Eins og venjan er verður mikið um vera á þessu síðasta opna húsi og ljóst að það er heldur betur komin spenna í mannskapinn fyrir sumrinu. Nú er komið að því að við hittumst öll og höfum gaman svona rétt áður en allir fara í sitthvora áttina og veiða út um allt.

Happahylurinn verður stútfullur og dagskráin glæsileg að vanda. Við munum auglýsa nánari dagskrá í vikunni en við vonumst til að sjá sem flesta.

Húsið opnar kl. 19 og þá verða vertarnir í Rafveituheimilinu mættir með grillvagn að grilla hamborgara ofan í þá sem það vilja gegn vægu gjaldi. Hægt verður að kaupa sér hamborgara á staðnum svo við hvetjum alla til að mæta með tóma maga og gæða sér á dýrindis grilluðum borgurum í frábærum félagsskap annarra veiði-manna og kvenna.

Takið frá Föstudaginn 5. maí kl. 19:00 og mætið með góða skapið í Rafstöðvarheimilið að Rafstöðvarvegi 20.

By admin Fréttir