Seinni helmingurinn hafinn – hvað er í boði?

Núna er liðið fram á miðjan ágúst og því gott að kíkja á það sem í boði er enda síðustu forvöð að komast í lax og silung. Þó að tímabilið er búið að vera erfitt má þó líta á björtu hliðarnar þar sem að urriðaveiðin er í frábærum málum og má næla sér í draumaferðina norður á land í Mývatnssveit, Torfurnar og í Laxárdalinn. Einnig vil ég benda á Sogið þar sem haustgöngurnar ættu að byrja að koma. Það má næla sér í góða bita fyrir lítinn pening. Við eigum einnig laust í ódýra laxveiði í Korpu en búast má við hraustlegum tökum þegar byrjar að rigna.. hvenær sem það verður en dæmin sýna það í kringum okkur þessa daganna þar sem menn hafa fengið kröftug skot í þeim ám sem eitthvað hefur dropað á. Þá hvet ég fólk að skoða hvað er að gerast í Laugardalsá hjá snöppurnum í Villimönnum – villimenn. Þá verður að minnast á Eldvatnsbotna í sjóbirtinginn en það er um þetta leyti sem sú veisla er að hefjast.

Hér má sjá úrvalið https://www.svfr.is/vefsala

Laxveiði

Sog Bíldsfellsjálfsmennska – selt í stökum dögum – hálfur/hálfur – 

ágúst – 17-23.ágúst – Dagurinn á 38.900 kr stöngin

september – þó nokkuð laust og stöngin frá 27.900-32.900 kr

Korpa – frá morgni til kvölds – stakir dagar lausar – 23.600 kr – 27.600 kr

Laugardalsá – Einhver holl laus – sjá vefsölu og einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu

Silungsveiði

Laxá í Mývatnssveit – stakar stangir – eitthvað laust.

Laxá í Laxárdal – Einhverjir dagar eftir – verð 20.900 kr (fyrir utan fæði)

Eldvatnsbotnar – tveggja daga holl í sjálfsmennsku – Stöngin á 37.800 í 2 daga – töluvert laust

By admin Fréttir