Óhætt er að segja að vatnsleysið sem hefur verið að hrjá okkur hér á Vestur- og Suðvesturlandinu sé ekki uppi á teningnum á Norðausturhorninu en fínasti gangur er búinn að vera í Sandá í Þistilfirði og að sögn veiðimanna hefur áin hreinlega verið flæðandi af laxi síðustu daga.
Þegar rýnt er í tölfræðina á Angling IQ er athyglivert að sjá að það eru fimm dagar í röð þar sem dagsveiðin fer yfir tíu laxa en dagsstangir eru fjórar á þessum tíma í Sandá. Virkilega ánægjulegt að sjá að það er ekki eintómur barlómur í laxveiðinni en hægt er að skoða veiðibókina í Sandá inn á: Angling iQ | Fishing app
Hér að neðan má sjá mynd frá því fyrr í sumar af kampakátum veiðimanni, Ólafi Finnbogasyni, með 82 cm. nýgenginn lax. Fyrir áhugasama eigum við tvö laus holl í september sem sjá má nánar í vefsölunni.