Hilmir Víglundsson með vænan lax sem tók á Fossbrotinu.

Sandá hrokkin í gang!

Sandá í Þistilfirði er aldeilis hrokkin í gang en í gær var búið að bóka 86 fiska.

Síðasta holl var með 23 fiska og hollið þar á undan með 28 fiska. Uppistaðan í veiðinni eru stórfiskar en nokkrir um og yfir 90 cm hafa veiðst þar síðustu daga.

Á myndinni sem fylgir fréttinni er Hilmir Víglundsson með lax í yfirstærð sem hann fékk á Fossbrotinu og er það einn af mörgum fiskum sem þeir lönduðu í síðasta holli.

Með kveðju,
SVFR

By Ingimundur Bergsson Fréttir