Sandá fer vel af stað

Sandá opnaði í morgun og voru veiðimenn klæddir og komnir á ról fyrir allar aldir uppfullir af spenningi og tilhlökkun, áin hefur verið að jafna sig efir síðbúnar vorleysingar og eru aðstæður til laxveiða í Þistilfirði allar að verða betri með hverjum deginum..

Baldur Hermannsson Friggi sjálfur setti í og landaði fyrsta laxinum um kl 10.00 og var það rauður Friggi sem þessi myndarlega 74 cm hrygna féll fyrir í Bjarnadalshyl. Stuttu síðar landaði Eiður Pétursson svo 76cm hrygnu á Steinabreiðu á fluguna Valbein. Þannig að Sandá fer vel af stað með tvo laxa á fyrstu vakt og verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist á næstu dögum í þessari perlu Þistilfjarðar.


Baldur Hermannsson með fyrsta lax sumarsins í Sandá, 74cm hrygna sem tók Frigga.

 


Eiður Pétursson með 76 cm fisk af Steinabreiðu sem tók fluguna Valbein.

 

 

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir