Rífandi gangur í Bíldsfellinu!

Frábærir hlutir eru að gerast í Soginu þessa dagana og er áin farin að líkjast því sem áður var. Smálaxinn er byrjaður að ganga með miklum krafti og er það mikið ánægjuefni fyrir aðdáendur Sogsins.

Við heyrðum í Óla Kr. sem þekkir hvern stein í ánni og var gott hljóðið í honum eftir afrakstur eins dags veiðar en alls lönduðu þeir 10 löxum í Bíldsfellinu og annað eins af vænni bleikju eftir hádegi laugardags og fyrri part sunnudags.

Tekið skal fram að þetta er byrjun júlí mánaðar og boðar mikla gleði á næstu misserum.

Eitthvað er laust í júlí í Bíldsfellinu, Alviðru og Þrastarlundi fyrir lítinn pening í júlí og ágúst, sjá betur í vefsölu.

By SVFR ritstjórn Fréttir