Örfréttir af svæðum SVFR

Elliðaár
Síðasti veiðidagurinn var 15. september og enduðu Elliðaárnar í 938 löxum en það er besta veiði síðan 2018.

Flekkudalsá
Eins og í Elliðaánum var síðasti veiðidagur tímabilsins 15. september. Alls veiddust 148 laxar á stangirnar þrjár sem er góð bæting síðan í fyrra þegar 73 laxar veiddust.

Gljúfurá
Vikuveiðin var 17  laxar en alls hafa 165 veiðst í Gljúfurá. September er frábær í Gljúfurá og oftar en ekki besti mánuðurinn þar. Við eigum eitt holl eftir í Gljúfurá, 24.-26. september, sem sjá má hér.

Haukadalsá
Vikuveiðin var 11 laxar og hafa alls 401 laxar veiðst í ár. Þetta er besta ár síðan 2018 en þá veiddust 641 laxar. Haukan er uppseld í ár.

Korpa/Úlfarsá
Vikuveiðin var 11 laxar á stangirnar tvær. Alls hafa 246 laxar veiðst sem er besta veiðin síðan 2003 en þá veiddust 273 laxar. Korpan er uppseld í ár.

Langá
Vikuveiðin í Langá var 49 laxar og hafa alls hafa veiðst 1195 laxar sem er besta veiði síðan 2018 þegar veiddust 1635. Langá er uppseld í ár.

Langá – Efsta svæðið
Einn lax var skráður til bókar ásamt nokkrum bleikjum í vikunni á efsta svæðinu í Langá og er staður E-111 lang aflahæstur. Uppselt er á efsta svæðið.

Laugardalsá
Alls hafa veiðst 111 laxar í Laugardalsá, en það er besta veiði síðan 2018 þegar 198 laxar veiddust. Laugardalsá er uppseld.

Leirvogsá
Vikuveiðin var 6 laxar á stangirnar tvær og hafa alls 253 laxar veiðst í ár. Þess má geta að dagurinn í dag er síðasti veiðidagurinn í Leirvogsá.

Miðá
Vikuveiðin í Miðá var 11 laxar á stangirnar þrjár og hafa alls 197 laxar veiðst þar í ár. Við eigum ennþá laus holl í september í Miðá og má sjá þau hér.

Sandá
Vikuveiðin í Sandá var 6 laxar og hafa veiðst 372 laxar. Veiðinni lýkur eftir helgi í Sandá.

Þverá í Haukadal
Enginn lax var skráður í vikunni en alls hafa 36 laxar skráðir í bók en skráning hefur verið afar léleg.

Brúará í landi Sels
Rólegt hefur verið yfir veiðinni í Brúará undanfarið, laxinn sýnir sig af og til en er ekki mjög tökuglaður. Laus leyfi má sjá hér.

María Hrönn með fallegan haustlax úr Langá. Mynd / María Hrönn

 

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir