Elliðaár
72 laxar veiddust í vikunni í Elliðaánum og eru alls 918 komnir á land sem er frábær veiði. Tímabilinu lýkur á sunnudaginn.
Flekkudalsá
Vikuveiðin var 6 laxar og slatti af sjóbirting, alls hafa verið 146 laxar skráðir í Flekkunni. Eins og Elliðaárnar lokar áin á sunnudaginn.
Gljúfurá
Vikuveiðin var 18 laxar ásamt slatta af vænum sjóbirting. það eru komnir 148 laxar á land. September er oftar en ekki aflahæsti mánuðurinn í ánni og á áin mikið inni því það er töluvert af fiski á svæðinu. Við eigum eitt holl eftir í Gljúfurá, það má sjá hér.
Haukadalsá
Vikuveiðin var 26 laxar og hafa alls 390 laxar veiðst í ár. Haukan er uppseld í ár.
Korpa/Úlfarsá
Vikuveiðin var 15 laxar á stangirnar tvær. Alls hafa 235 laxar veiðst sem er besta veiðin síðan 2018 en þá veiddust 237 laxar. Korpan er uppseld í ár.
Langá
Vikuveiðin í Langá var 50 laxar og hafa alls hafa veiðst 1146 laxar og er ekki ólíklegt að lokatalan verði yfir 1300 laxa . Við eigum örfáar stangir eftir og má sjá þær hér.
Langá – Efsta svæðið
Fimm laxar veiddust í vikunni á efsta svæðinu í Langá og er staður E-111 lang aflahæstur. Uppselt er á efsta svæðið.
Laugardalsá
Vikuveiðin í Laugardalsá var 8 laxar og slatti af silungum. Í vefsölunni okkar er að finna tvö laus holl í Laugardalsá í september sem sjá má HÉR.
Leirvogsá
Vikuveiðin var 22 laxar og 8 sjóbirtingar á stangirnar tvær og hafa alls 247 laxar veiðst í ár. Núna er eingöngu veitt á flugu á svæðinu og öllum laxi sleppt. Leirvogsá er uppseld.
Miðá
Vikuveiðin í Miðá var 9 laxar á stangirnar þrjár og hafa alls 186 laxar veiðst þar í ár. Við eigum ennþá laus holl í september í Miðá og má sjá þau hér.
Sandá
Vikuveiðin í Sandá var 15 laxar og hafa veiðst 366 laxar. Það eru tvö holl laust í september og má sjá þau hér.
Þverá í Haukadal
Tveir laxar veiddust í vikunni og eru alls 36 laxar skráðir í bók en skráning hefur verið afar léleg. Þverá er uppseld í ár.
Brúará í landi Sels
Sjóbirtingurinn er mættur og er hann í Dynjanda, Felgunni og fyrir neðan brú. Menn sem eiga leið í Brúará á næstu dö0gum ættu að einbeita sér að laxinum. Laus leyfi er að finna í HÉR.
Flókadalsá í Fljótum
Rólegt hefur verið í Flókadalsá undanfarið en það er fiskur á svæðinu, hann er bara tregur til töku. Flókadalsá lokar um helgina.
Gufudalsá
Veiðisumrinu er lokið í Gufudalsá, við munum birta lokatölur þegar við fáum þær í hendurnar en ágæt veiði var í sumar. 76 bleikjur og 1 lax voru færð til bókar í AnglingIQ appinu en talsvert meira var skráð í bókina sem var í húsinu.