Opið hús á föstudaginn!

Opið hús í Víkingsheimilinu

Skemmtinefnd heldur opið hús föstudaginn 22. mars n.k. í Víkingsheimilinu, Traðalandi 1.

Húsið opnar kl. 19.30.  Ólafur Finnbogason fyrrum staðarhaldari og leiðsögumaður og Karl Magnús Gunnarsson leiðsögumaður kynna leyndardóma Langár. Einnig verður farið í Veiðikviss og happahylurinn verður að sjálfsögðu stútfullur að vanda.

Dagskrá:
Veiðikviss
Leyndardómar Langá – Ólafur Finnbogason & Kalli Magg
Veglegur happahylur***
Spjall og gaman.

Með veiðikveðju,

Skemmtinefndin

By Ingimundur Bergsson Fréttir