Opið hús á föstudaginn!

Opið hús í Akóges salnum.

Skemmtinefnd heldur opið hús föstudaginn 19. apríl n.k. í Akóges salnum Lágmúla 4.

Húsið opnar kl. 19.30.  Sigurður Skúli Bárðarson kynnir Gljúfurá fyrir gestum en hann þekkir ána betur en flestir enda veitt þar í áratugi auk þess að vera formaður árnefndar.  Ingimundur Bergsson mun einnig halda létta kynningu um vatnaveiði en nú eru vötnin að opna hvert af öðru.  Happahylurinn verður á sínum stað auk þess sem möguleiki er á óvæntum uppákomum.

Dagskrá:
Gljúfurá – kynning frá Sigurður Skúla
Vatnaveiði – Ingimundur Bergsson
Veglegur happahylur
Spjall og gaman.

Með veiðikveðju,

Skemmtinefndin

By Ingimundur Bergsson Fréttir