Á föstudaginn næsta, 6. desember, er komið að fyrsta opna húsi vetrarins hjá SVFR sem er í samstarfi við Flugubúlluna. Staðsetning er Síðumúli 1, í sal Garðyrkjufélags Íslands, (gengið inn frá Ármúla).
Dagskráin verður sérlega glæsileg þetta kvöldið.
Húsið opnar kl. 19.00 og við ætlum að gefa 80 fyrstu gestum kvöldsins hamborgara í tilefni 80 ára afmælis félagsins.
Við byrjum um kl. 20.00 á afmælisorðum frá fulltrúa stjórnar SVFR sem einnig fjallar um veiðisvæði félagsins, Guðni Guðbergsson kemur og ræðir um veiðisumarið og hvers er að vænta næsta sumar, Ási Helga og Sigurður Héðinn “Haugurinn” kynna bók sína og verða með hana á góðu verði fyrir gesti, myndagetraun og síðast en ekki síst stútfullur happahylur sem inniheldur m.a. veiðileyfi, veiðivörur, veiði- og matreiðslubækur,
Veiðikortið o.m.fl. Flugubúllan verður á staðnum og kynnir vörur sínar. Heildarverðmæti vinninga sennilega sjaldan verið hærra. Ef þú vilt upplifa skemmtilegt kvöld og eiga möguleika á flottum vinningum, láttu þig þá ekki vanta.
Með kveðju,
Skemmtinefndi SVFR