Jæja þá er loksins komið að því að fyrsta opna hús vetrarins verður þann 1. desember n.k. á hefðbundnum stað í Rafveituheimilinu. Dagskráin er klár og er eftirfarandi:
20:00 Húsið opnar
20:30 Páll Ingólfsson formaður Veiðifélags Straumfjarðarár kynnir ánna og sýnir myndir
21:15 Magnús frá VAKA kynnir myndavélateljara sem þeir framleiða og myndashow með.
21:45 Hörður Vilberg laxabani segir frá 5 uppáhalds veiðistöðum sínum
22:15 Happahylurinn
Happahylurinn er smekkfullur að vanda en vinningar eru frá eftirtöldum fyrirtækjum eru í pottinum:
SVFR, Veiðivon, Veiðihornið, Vesturröst, Veiðflugur, Veiðiportið og veitingastaðurinn Messinn úti á Granda.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á föstudagskvöldið 1. desember.