Núna er Þrastarlundur búið að bætast inn í vefsöluna hjá okkur. Þetta fornfræga einnar stangar svæði í stórbrotnu umhverfi Sogsins býðst félagsmönnum á 9.900 kr. til 1. júlí en eftir það fer verðið upp í 19.900 kr.
Ath: Svæðið hefur ekki verið reynt til þessa!
Annar ódýr kostur er Alviðra en þar kostar dagurinn 6.590 kr. til 1. júlí og er hún laus næstu daga. Þann 1. júlí hækkar verðið upp í 13.200 kr, sjá nánar í vefsölu https://www.svfr.is/arsvaedi-taflan/