Nýtt ár

Við vonum svo sannarlega að félagsmenn okkar og fjölskyldur þeirra hafi notið hátíðanna og haft það gott. Það er búið að vera mikið um að vera á skrifstofunni undanfarna daga þar sem umsóknarfrestur fyrir félagsúthlutun rann út á þriðjudagskvöldið og undirbúningur fyrir úthlutun hófst strax í kjölfarið. Við munum gera okkar allra besta að hraða ferlinu eins og hægt er svo þeir sem sóttu um veiðileyfi hjá okkur fái svör sem fyrst.

Við munum kynna það á næstunni hver næstu skref verða.

By admin Fréttir