Nú um mánaðarmótin tók við keflinu nýr sölustjóri SVFR. Brynjar Þór Hreggviðsson er mörgum félagsmönnum sem og veiðimönnum kunnugur, en hann hefur starfað við leiðsögn víðsvegar um land og er veiðimaður fram í fingurgóma og er því um mikinn happafeng fyrir SVFR að fá hann til starfa.
Stjáni sem lætur af störfum sem sölustjóri SVFR hefur ákveðið að reyna fyrir sér á öðrum vettvangi, en hann hefur verið Brynjari innan handar undanfarið til þess að koma honum inn í hin mörgu verk sem sölustjóri félagsins sinnir.
Um leið og við þökkum Stjána kærlega fyrir vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi þá bjóðum við Brynjar velkomin til starfa.