Nýr samningur um Haukadalsá

SVFR hefur framlengt samning sinn við Veiðifélag Haukadalsár og getur því áfram haldið að bjóða upp á þessa frábæru á.

Haukadalsá hefur verið gífurlega vinsæl hjá félagsmönnum sem og öðrum veiðimönnum allt frá því að SVFR tók við ánni 2015. Veiðin í Haukadalsá var frábær síðasta sumar, og var um 30% aukning frá því sumrinu 2017.

Mikið af félagsmönnum hefur fallið fyrir þessari frábæru á, sem er í raun einn samfelldur veiðistaður frá Haukadalsvatni niður í sjó. Aðstaðan í húsi og aðkoma að ánni eru eins og best verður á kosið og koma veiðimenn ár eftir ár í ánna.

By admin Fréttir