Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar eftir nýrri skemmtinefnd til að skipuleggja, halda utan um og framkvæma þá skemmtidagskrá sem í boði verður fyrir félagsmenn okkar í vetur. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á [email protected] og lýsa yfir áhuga á að sjá um skemmtanahald félagsins.
Skemmtinefnd starfar náið með fulltrúa stjórnar SVFR þegar kemur að skipulagningu á skemmtanahaldi og fær umbun fyrir. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir samheldna hópa eða kunningja að taka að sér.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.