Ný heimasíða og Vefsalan komin í loftið

Eftir þó nokkra bið og byrjunarörðuleika þá er vefsalan hjá okkur komin í gang. Ásamt því að vefsalan fékk nýtt útlit, ákváðum við að endurhanna hjá okkur heimasíðuna og vonum við að ykkur líki hún vel, við munum á næstu dögum og vikum kynna fyrir ykkur þó nokkuð af nýjunum á heimasíðunni, en við erum ennþá að vinna í henni og því er hún ekki alveg fullkláruð.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir við síðuna eða fyrirspurninr, hikið ekki við að senda okkur tölvupóst á [email protected]

Nú fer heldur betur að styttast í sumarið og nú á laugardaginn 1. apríl opnar Varmá hjá okkur. Ásamt því að opna ánna fyrir veiðimönnum, opnum við einnig nýtt veiðihús sem var flutt austur yfir fjall nú í vikunni og er það komið á nýjan stað, eða við Sunnumörk í Hveragerði. Ennþá er lokafrágangur eftir á húsinu, en þarna geta veiðimenn sest niður í hléinu og fengið sér nesti ásamt því að bera saman bækur sínar.

[ux_image id=”23283″]

By admin Fréttir