Veiðimaðurinn – málgagn stangveiðimanna – efnir árlega til samkeppni um bestu veiðimynd sumarsins. Nú er sumri tekið að halla og ekki úr vegi að deila skemmtilegum myndum og minningum með öðrum veiðimönnum.
Myndin sem verður valin fær 50 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi næsta sumars og á möguleika að birtast á forsíðu Veiðimannsins. Úrval innsendra mynda verður birt í næsta tölublaði sem er í vinnslu. Frestur til að skila inn myndum er til 15. september. Til að hljóta verðlaunin verður myndin að vera frá veiðisvæðum SVFR og góð saga af bakkanum má gjarnan fljóta með.
Myndir má senda á ritstjóra Veiðimannsins, Hörð Vilberg, á netfangið [email protected]