Mikið fjör í Miðá í Dölum

Það hefur heldur betur kviknað á Miðá eftir að haustrigningarnar fóru að herja á okkur.

Hollið sem klárar á hádegi í dag landaði 9 löxum í gær, hollin á undan hafa einnig verið að gera flotta veiði.

Það eru komnir 48 laxar á land það sem af er september, þess má geta að allan september í fyrra veiddust 11 laxar!

Þau holl sem eftir eru í Miðá eru nú á sérstöku tilboðsverði, 50% afslætti, sjá vefsölu.

Frábært tækifæri til að komast í þessa fallegu á og mikla veiðivon.

Vefsala – SVFR

 

By Hjörleifur Steinarsson Fréttir