Miðar á árshátíð SVFR 2019

Nú eru miðar á árshátíð SVFR komnir í vefsöluna. Hægt er að kaupa miða beint í vefsölunni HÉR. Einnig er hægt að senda inn borðapantanir á [email protected] eða hringja í síma 568-6050. Hægt er að taka frá 8, 10, 12 og 16 manna borð fyrir hópa.

Árshátíðin er sem fyrr segir 18. maí 2019 í Súlnasal, Hótel Sögu og það verður öllu til tjaldað. Veislustjóri kvöldsins verður Gísli Einarsson og dansiball verður með Ingó og Veðurguðunum þegar líða tekur á kvöldið.

Glæsilegur 3ja rétta matseðill verður á boðstólnum og við lofum gleði fram á kvöld, frekari upplýsingar er hægt að nálgast hér að neðan.

Miðaverð er 9.900 kr,- og verða miðar sendir út, en einnig er hægt að nálgast miða á skrifstofu SVFR.

Dagskrá:

19:00 – Húsið Opnar

20:00 – Forréttur

20:00 – Aðalréttur

20:30 – Ávarp Formanns

21:00 – Eftirréttur

22:30 – Dansiball með Ingó og Veðurguðunum

By admin Fréttir